Ráðstefnur

Skipulag er okkar fag

Undirbúningur og skipulag ráðstefna er flókið ferli þar sem gæta verður að ýmsum ólíkum þáttum. Iceland Travel Ráðstefnur hefur sérhæft sig á þessu sviði og býður alhliða þjónustu í tengslum við ráðstefnur, fundi og viðburði. Þjónusta okkar tryggir eins og kostur er hnökralausa framkvæmd, sparar skipuleggjendum ráðstefnu ómælda vinnu og tíma og gefur þeim kost á að sinna faglega þættinum. Skipulag er okkar fag.

Þjónusta sem við bjóðum

 • Skil útdráttar og fundarumsjá

  Öflugt ráðstefunkerfi sem tekur á móti útdráttum rafrænt fyrir ráðstefnur og viðburði. Hægt er að rýna og flokka útdrætti ásamt einkunnargjöf. Þegar dagskrá hefur verið sett upp er bók tilbúin til prentunnar. Höfundur fær tölvupóst um samþykki, og hvar og hvenær hann er á dagskrá.

 • Margtungumála viðburðaruppsetning

  Kerfið okkar býður upp á þann möguleika að vera með alla samskiptarmiðla viðburðsins á mörgum tungumálum, sem og innihald viðburðarvefsíðunnar, skráningar eyðublaðið, rafpóst samskipti og fleira!

 • SMS þjónusta

  Hefurðu skyndilega brýna þörf á því að koma skilaboði til þátttakenda? Eða viltu einfaldlega minna á að viðburður er handan við hornið? Prófaður SMS þjónustuna.

 • App fyrir iPhone og Android

  Þátttakendur geta skannað QR-kóða og þar með komist í samband við aðra þátttakendur, sent þeim skyndi skilaboð eða rafpóst, tekið þátt í hópviðræðum sem og upp- og niðurhalað efni á appinu.

Hafa Samband

Endilega hafðu samband við starfsfólk okkar fyrir nánari tilboðsgerð, hvort sem um er að ræða fundi, hvataferðir, ráðstefnur eða viðburði. Vinsamlegast sendu tölvupóst á netfangið conferences@icelandtravel.is eða hafðu samband við okkur í síma 585 4200.

Hafðu samband